Ísland -- Danmörk

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ísland -- Danmörk

Kaupa Í körfu

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Svíar hafi tekið Íslendinga í kennslustund þegar þjóðirnar áttust síðast við á Laugardalsvelli og það megi gerast aftur en Svíar höfðu þá betur í undakeppnni HM og unnu stórsigur, 4:1. Eiður leikur í kvöld sinn 44. landsleik þegar Íslendingar taka á móti Svíum og takist honum að skora slær hann markametið en hann og Ríkharður Jónsson deila því - hafa báðir skorað 17 mörk. MYNDATEXTI: Umkringdur - Eiður Smári Guðjohnsen metur stöðuna gegn þremur varnarmönnum Dana í leik þjóðanna á Laugardalsvellinum í síðasta mánuði þar sem Danir fóru með sigur af hólmi. Takist fyrirliðanum að skora gegn Svíum í kvöld slær hann markametið í landsliðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar