Eyjólfur Sverrisson

Morgunblaðið/Sigurður Elvar

Eyjólfur Sverrisson

Kaupa Í körfu

SPÆNSKUR sjónvarpsfréttamaður fékk Eyjólf Sverrisson landsliðsþjálfara til þess að spreyta sig á nokkrum vel völdum spænskum orðum í gær á Nixe Palace-hótelinu á Mallorca og var þjálfarinn nokkuð sleipur í svörum sínum en hann játaði að orðaforði sinn á spænsku væri afar takmarkaður. ,,Ég var aldrei í saltfiskvinnslu sem unglingur heima á Sauðárkróki, var í smíðavinnu hjá trésmiðjunni Borg," segir Eyjólfur þegar hann er spurður að því hvort hann hafi aldrei unnið við saltfiskvinnslu heima á Íslandi. MYNDATEXTI: Brosmildur - Það var létt yfir Eyjólfi Sverrissyni landsliðsþjálfara á Mallorca í gær og vonandi verður hann jafn kátur eftir leikinn við Spán í kvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar