Steinbítsveiðar

Alfons Finnsson

Steinbítsveiðar

Kaupa Í körfu

Talsverður fjöldi línubáta hefur nú snúið sér að steinbítsveiði, enda vertíðin að hefjast. Margir hafa líka farið á steinbítinn vegna þess að þorskkvóti þeirra er að verða búinn eftir mokveiði að undanförnu. Steinbíturinn veiðist mest við Vestfirði og í vikunni var línubáturinn Guðmundur Einarsson frá Bolungarvík með mokafla, 17 tonn í einni lögn. Það mun vera Íslandsmet í þeim veiðum. Bergvík KE 55, sem rær frá Ólafsvík, er einn þeirra báta sem hafa reynt við steinbítinn og hefur aflinn verið ágætur þegar veður leyfir enda langt að sækja steinbítinn eða út undir Bjarg. Magnús Gunnlaugsson á Bergvík er kampakátur hér á rúllunni með vænan steinbít. Mynd Magnús Gunnlaugsson á Bergvík er kampákátur hér á rúllunni með steinbít Mogunblaðið/ Alfons

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar