Listahátíð Í Reykjavík

Listahátíð Í Reykjavík

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var mikið um að vera á Kaffibarnum í gærmorgun þegar Listahátíð í Reykjavík og tónlistarhátíðin Vorblót undirrituðu samstarfssamning um tónleika Goran Bregovic sem verða í Laugardalshöllinni þann 19. maí. Listahátíð og Actavis skrifuðu einni undir samning en Actavis verður aðalstuðningsaðili tónleikanna. Þá undirrituðu Icelandair og Hr. Örlygur samning um Vorblótið 2007 en Icelandair er í senn aðalsamstarfsaðili Listahátíðar og Vorblóts. MYNDATEXTI: Undirritun - Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs, sem stendur fyrir Vorblótinu, Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri á sölu og markaðssviði Actavis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar