Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði

Steinunn Ásmundsdóttir

Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði

Kaupa Í körfu

Í DAG fagnar Alcoa Fjarðaál því að starfsemi álversins er nú formlega að fara af stað og býður starfsmenn fyrirtækisins velkomna til starfa við hið nýja álver á Reyðarfirði. Athöfnin hefst í öðrum kerskála álversins kl. 14 og er búist við á annað hundrað gestum, þ.á.m. Bernt Reitan, aðstoðarforstjóra Alcoa og yfirmanns Íslandsverkefnis fyrirtækisins, Geir H. Haarde forsætisráðherra, Jóni Sigurðssyni iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Í kvöld er svo fyrsta árshátíð Alcoa Fjarðaáls og verður hún haldin í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði. Athöfnin í dag er ekki hin eiginlega vígsla álversins, sem fara mun fram í sumar, heldur er nú verið að fagna upphafi starfseminnar. MYNDATEXTI Starfsemi hefst Eiginleg vígsla álvers Alcoa Fjarðaáls fer fram í sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar