Leirlistakonur

Sverrir Vilhelmsson

Leirlistakonur

Kaupa Í körfu

Ég hugsa mikið um notagildi bollans, hvernig er að halda á honum og snerta brúnirnar en líka fagurfræðilegt gildi hans," segir listakonan Áslaug Höskuldsdóttir og handleikur einn af bollum kollega síns, Ingunnar Ernu Stefánsdóttur. Ingunni finnst skreytingarnar skipta máli og bregður þar oft á leik, stundum með þjóðlegum vísunum. "Mér finnst hönnunin líka skipta máli," segir hún og tekur upp hvítan bolla nöfnu sinnar, Ragnheiðar Ingunnar Ágústsdóttur, sem er með skemmtilegu gráu, risastóru haldi. Umrædd Ragnheiður segist vera mikil kaffikerling. "Ég vil hafa kaffið svolítið heitt og mín kaffibollahönnun miðast svolítið við það að kaffið haldist heitt í bollanum. Heppilegast er að hafa bollann ljósan að inna, þannig get ég séð hversu sterkt kaffið er," segir hún og hlær. MYNDATEXTI Haldgóðir Höldurnar skapa þessa bolla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar