Kosningar í Hafnarfirði - Álver eða ekki

Brynjar Gauti

Kosningar í Hafnarfirði - Álver eða ekki

Kaupa Í körfu

HAFNFIRÐINGAR skiptust því sem næst í tvær jafnar fylkingar á laugardag en þá var gengið til kosninga um um fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu - sem fól í sér forsendur fyrir stækkun álvers Alcan í Straumsvík. Afar góð kjörsókn var í kosningunum og greiddu 77% atkvæði sem er meira en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Að lokum fór svo að aðeins 88 atkvæði skildu fylkingarnar að og var deiliskipulaginu hafnað. Eitt versta áfall sem dunið hefur á verksmiðjunni í 40 ára sögu þess, segir forstjóri Alcan á Íslandi og stjórnarmaður í Hagi Hafnarfjarðar sakar Sól í Straumi um kosningasvik. MYNDATEXTI: Atkvæði talin - Kjörkassi borinn í íþróttahúsið við Strandgötu þar sem talning atkvæða fór fram.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar