Jónas Jónsson bóndi með lömb

Atli Vigfússon

Jónas Jónsson bóndi með lömb

Kaupa Í körfu

Það varð vorlegt í fjárhúsunum hjá Jónasi Jónassyni, bónda á Héðinshöfða, um helgina því þá fæddust fyrstu lömbin þegar ærin Snjóka bar tveimur hrútum sl. laugardag. Jónas hafði ekki átt von á fyrirmálslömbum, en þegar hann lét ómskoða ærnar í vetur kom í ljós að ærin var langt gengin. Þetta kom þægilega á óvart því alltaf er gaman að hafa líf í húsunum þegar fer að vora, en Jónast segist ekki áður hafa fengið lömb í mars í sínum búskap. Hrútar þessir eru frískir og eru þegar farnir að leika sér. Þeir hafa verið nefndir Kóngur og Prins enda má búast við því að þeir verið stórir og tignarlegir í haust.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar