Nýja hótelið á Búðum
Kaupa Í körfu
Búið er að reisa fyrstu veggeiningar nýja hótelsins á Búðum. Að sögn Þórðar Kristleifssonar, fyrrverandi hótelstjóra á Búðum, sem hefur yfirumsjón með framkvæmdum á staðnum, hefur verkið gengið vel hingað til. Nokkuð djúpt var niður á fast, en Hervin Vigfússon, byggingarmeistari hússins úr Ólafsvík, tók grunninn og sér um sökkla og plötur. Húsið er reist úr steyptum einingum frá Þorgeiri og Helga á Akranesi en Sigurjón Skúlason, verktaki frá Akranesi, sér um uppsetningu þeirra. Þórður segir að stefnt sé að ákveðnum verkstigslokum fyrir jól og á þá að vera búið að loka húsinu með gluggum og þaki. Eftir jól á síðan að hefjast handa við vinnu innandyra og opna svo með vorinu, en hótelbyggingin er 950 fm og verður stærsta bygging í Staðarsveit, þar sem ekki hefur verið mikið um nýbyggingar undanfarin ár. MYNDATEXTI: Fyrstu veggeiningar nýja hótelsins á Búðum eru komnar upp. Fyrstu veggeiningar nýja hótelsins á Búðum eru komnar upp.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir