Mark Bell

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mark Bell

Kaupa Í körfu

ÞAÐ nafn sem maður hefur séð hvað reglubundnast á plötum Bjarkar síðustu árin er nafn Marks Bell, raftónlistarmanns. Bell er einn þeirra sem eru að leggja í hið umfangsmikla tónleikaferðalag vegna Voltu, nýjustu plötu Bjarkar, en fyrstu tónleikarnir eru núna á morgun, í Laugardalshöll. Bell hefur virkað á mann sem nokkurs konar huldumaður. Hann hefur sjaldan verið króaður af í viðtöl, þrátt fyrir að hafa vera einn nánasti samstarfsmaður söngkonunnar í tólf ár, en samstarf þeirra hófst þegar þau sömdu saman lagið "I Go Humble" (sem út kom á Isobel smáskífunni, 1995). MYNDATEXTI: Samstarf við Björk - "Við höfum mjög áþekkan smekk fyrir tónlist, og erum sammála um hvaða leiðir skuli fara."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar