Gengið upp og niður Esjuna

Gengið upp og niður Esjuna

Kaupa Í körfu

FJÖLMARGIR leggja leið sína á Esjuna, sumir vikulega og aðrir jafnvel nokkrum sinnum í viku. Flestir láta sér samt duga að ganga þessa fögru og skemmtilegu leið annað slagið þegar vel viðrar. Mörg þúsund manns ganga á hverju sumri upp Esjuna. Í lok ágúst í fyrrasumar höfðu 7.000 manns ritað nafn sitt í gestabókina, sem er á toppi fjallsins, á nokkrum vikum. Eitt helsta aðdráttarafl fjallsins er óneitanlega hið magnaða útsýni yfir allt höfuðborgarsvæðið og víðar, sé skyggni gott. Ganga á Esjuna hentar flestum. Nauðsynlegur búnaður er einfaldlega gönguskór, bakpoki, hlífðarföt og nesti. Að ógleymdu góða skapinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar