Landsmót á skíðum 2007

Skapti Hallgrímsson

Landsmót á skíðum 2007

Kaupa Í körfu

SÓLVEIG G. Guðmundsdóttir frá Ísafirði, nýorðin 16 ára, varð í gær Íslandsmeistari í sprettgöngu á fyrsta keppnisdegi Landsmótsins á skíðum í Hlíðarfjalli. Sigur Sólveigar var sögulegur því þar með batt hún enda á óslitna sigurgöngu Elsu Guðrúnar Jónsdóttur frá Ólafsfirði; Elsa, sem varð 21 árs á dögunum og á í safni sínu 21 Landsmótsgull, hafði aldrei tapað í keppni á Íslandi síðan hún byrjaði sex ára! Nýr Íslandsmeistari var krýndur í sprettgöngu karla; Andri Steindórsson frá Akureyri hafði betur í baráttu við Sævar Birgisson frá Sauðárkróki en hann átti titil að verja. MYNDATEXTI: Gull - Sólveig Guðmundsdóttir og Andri Steindórsson sigruðu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar