Vladimír Ashkenazy

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Vladimír Ashkenazy

Kaupa Í körfu

EINHVERN tímann í kringum árið 1975 var tekið stórkostlega skemmtilegt útvarpsviðtal við Alfreð heitinn Flóka myndlistarmann. Í myndum Flóka tókust gjarnan á öfl ljóss og myrkurs og ekki var alltaf á hreinu hvor sigraði. Það var því viðeigandi að á meðan rætt var við Flóka mátti heyra Draumórasinfóníuna eftir Hector Berlioz í bakgrunni. Hún fjallar um mann sem er svo heltekinn af vonlausri ást til konu nokkurrar að hann reynir að stytta sér aldur með ópíumi. Skammturinn dugir þó ekki til annars en að skapa martröð um nornamessu, og það er hin ægilegasta samkoma. Þetta frábæra verk var á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Vladimir Ashkenazy stjórnaði hljómsveitinni af dæmigerðu öryggi og innlifun MYNDATEXTI Stjórnandinn Vladimír Ashkenazy

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar