Hallgrímspassía

Einar Falur Ingólfsson

Hallgrímspassía

Kaupa Í körfu

EF RÉTT er munað er Hallgrímspassía Sigurðar Sævarssonar, er frumflutt var á föstudaginn langa, þriðja íslenzka óratórían sem samin hefur verið við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Að fyrri verkum ólöstuðum má óhætt telja að hún sé þeirra aðgengilegust í hlustun. Sumpart vegna þess hvað tónmál hennar var sláandi óháð miðevrópskum eftirstríðsmódernisma; í meginatriðum á tónalt-módölum grunni impressjónisma og nýklassíkur með mismiklu harmónísku kryddi er leiddi stundum hugann að yngri bandarískum kórtónskáldum á við Eric Whitacre. Þó án þess að verka gamaldags, enda bar né heldur á ýkja eftirminnilegum laglínum við fyrstu heyrn. MYNDATEXTI Hallgrímspassía "Eftir slíka úrvalstúlkun er varla að efa að þetta gullfallega verk eigi eftir að lifa með þjóðinni," segir í dómnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar