Karl Ágúst Úlfsson

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Karl Ágúst Úlfsson

Kaupa Í körfu

Sá diskur sem oftast ratar á spilarann hjá mér um þessar mundir er reyndar þriggja diska box og heitir The Big Bang. Hann inniheldur slagverkstónlist frá öllum heimsálfum og í flestum þekktum stíltegundum. Fyrsta upptakan á diski 1 er af simpönsum sem berja á hola trjástofna og varpa, að minnsta kosti í mínum huga, örlitlu ljósi á upphaf menningarinnar. Fyrstu verkfærin voru ekki vopn, heldur hljóðfæri og menningin á rót sína í takti sem forfeður okkar heyrðu í umhverfi sínu og reyndu síðan að líkja eftir, enda er undirtitill disksins "Í upphafi var trumban". Síðan fer The Big Bang vítt um völl og það er gulls ígildi fyrir dellukall eins og mig að reyna að ráða í ferðalag taktsins um jarðarkringluna og lesa úr því sögu mannkyns á nýjan og gefandi hátt. MYNDATEXTI Karl Ágúst "Fyrstu verkfærin voru ekki vopn, heldur hljóðfæri og menningin á rót sína í takti sem forfeður okkar heyrðu í umhverfi sínu og reyndu síðan að líkja eftir," segir Karl Ágúst.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar