Ívar Páll

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Ívar Páll

Kaupa Í körfu

Aðdáendur Silvíu Nætur ættu að kynna sér feril snillingsins Andys Kaufmans, sem flestir þekkja ef til vill úr myndinni Man on the Moon. Þar fór Jim Carrey með hlutverk Kaufmans, en þeir sem hafa séð myndbönd með frumgerðinni (og þau má fjölmörg panta á amazon.com) hafa ekkert sérstakt gaman af þeirri mynd. Andy var einstakur. Hann var í karakter allt sitt líf og jafnvel þeir sem stóðu honum næst komust ekki innfyrir brynjuna og látalætin. Bókina Andy Kaufman Revealed!: Best Friend Tells All ritaði nánasti samstarfsmaður og meðhöfundur Kaufmans, Bob Zmuda. Lýsingar hans á ævintýrum þeirra félaga eru skemmtilegar, enda voru þeir álíka bilaðir. Þeim fannst brandarinn fyndnastur ef enginn skildi hann nema þeir og oft var sjálfur brandarinn viðbrögð furðu lostinna áhorfenda, sem gjarnan voru æfir af bræði. Best er að hafa hæfilegan fyrirvara á því sem maður les í þessari bók, því auðvitað væri það stílbrot ef allt í henni væri satt. Ívar Páll Jónsson, blaðamaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar