Starfsmenn Bechtel

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Starfsmenn Bechtel

Kaupa Í körfu

Almenn ánægja ríkir á Reyðarfirði með nýtt álver og mikil uppbygging á sér stað í bænum. Það er hugur í íbúunum, sem gefa lítið fyrir nýafstaðna atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði; þeir eru komnir með sitt álver. Gestir geta ekki komist inn á svæði Fjarðaáls nema með sérstöku leyfi. Í varðhliði er tekið á móti þeim og þeim gert að klæða sig í skó með stáltá, skrýðast endurskinsvesti, setja upp öryggisgleraugu og skýrt er tekið fram að derið þurfi að snúa fram á hjálminum. Svo verða þeir að horfa á stutt myndband, þar sem hamrað er á nauðsyn þess að fara varlega á þessu risastóra iðnaðarsvæði. MYNDATEXTI: Rútuferðir - Starfsmenn Bechtel bíða eftir áætlunarferð í álverið við vaktaskipti. Það eru einnig rútuferðir á allar vaktir Fjarðaáls frá Stöðvarfirði í gegnum Fáskrúðsfjörð, frá Egilsstöðum og frá Norðfirði í gegnum Eskifjörð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar