Kristján Elís Jónasson

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Kristján Elís Jónasson

Kaupa Í körfu

STARFSMANNAÞORP Bechtel í Reyðarfirði er töluvert fjölmennara en bærinn sjálfur. Reyðfirðingar eru um 900, en Pólverjarnir í búðunum um 1.500, sem er svipaður fjöldi og býr í Neskaupstað. Þessi hópur lýkur byggingu álversins á þessu ári og hverfur þá til síns heima. Í starfsmannaþorpinu er stærsta mötuneyti landsins. "Við vorum með kjúklingalæri í matinn á laugardag og þurftum 1½ tonn," segir Kristján Elís Jónasson innkaupastjóri starfsmannabúðanna. MYNDATEXTI: Matur og drykkur - Kristján Elís Jónasson á barnum í starfsmannaþorpi Bechtel, þar sem bjórinn er ódýr, enda staðurinn ekki rekinn með gróða að markmiði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar