Hópsnes GK Grindavík

Kristinn Benediktsson

Hópsnes GK Grindavík

Kaupa Í körfu

FYRIR páska bættist verulega í flota Grindvíkinga þegar þrír bátar komu nýir til Grindavíkur með skömmu millibili. Fyrst kom Hópsnes GK 77, 14,9 tonna yfirbyggður plastbátur frá Mótun ehf., Gáski 1280. Þetta er þriðji báturinn sem Stakkavík fær smíðaðan fyrir sig á skömmum tíma en fyrir eru Þórkatla GK og Óli á Stað GK sömu gerðar. Hópsnes GK er með vélbeitningarútbúnað eins og hinir bátarnir. Skipstjóri verður Baldur Hauksson. MYNDATEXTI Bátar Hópsnesið er einn þeirra nýju báta sem komið hafa til Grindavíkur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar