KR - Njarðvík

Sverrir Vilhelmsson

KR - Njarðvík

Kaupa Í körfu

ÓÓÓ – Við erum KR, sungu stuðningsmenn KR hátt og snjallt þegar Fannar Ólafsson fyrirliði KR lyfti Íslandsmeistarabikarnum á loft í DHL-höll KR í gær eftir þriðja sigur liðsins í röð gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik. Þessi söngur hefur hljómað stanslaust í leikjum liðanna undanfarnar vikur og á eflaust eftir að hljóma enn frekar á næstu misserum. KR náði ekki að komast yfir í leiknum fyrr en í upphafi framlengingar en KR hafði betur, 83:81, í gríðarlega spennandi framlengdum leik. KR hefur 10 sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2000 og segir Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins að KR sé komið til þess að vera á toppnum. MYNDATEXTI Stórkostleg stemmning Stuðningsmenn KR-inga settu stórskemmtilegan svip á úrslitakeppnina og studdu lið sitt af ráðum og dáð. Stemmning eins og þeir sköpuðu hefur vart sést áður í kringum íslenskt íþróttalið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar