Fundur um Evrópumál

Skapti Hallgrímsson

Fundur um Evrópumál

Kaupa Í körfu

ÞORVALDUR Gylfason prófessor segir að mikill efnahagsávinningur fælist í því fyrir Íslendinga að ganga í Evrópusambandið (ESB) og vill hefja viðræður um aðild. Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismaður, segir ESB hins vegar draum um nýtt stórríki. "Það er valdadraumur stjórnmálamanna í Evrópu, ekki draumur fólksins. Það er verið að safna völdum í eina miðstýrða yfirstjórn, ólýðræðislegt bákn sem er fjarlægt kjósendum." MYNDATEXTI : Já eða nei - Ragnar Arnalds og Þorvaldur Gylfason takast í hendur að fundinum loknum. Birgir Guðmundsson fundarstjóri er á milli þeirra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar