Hveragerði garðyrkjuverðlaun

Helgi Bjarnason

Hveragerði garðyrkjuverðlaun

Kaupa Í körfu

Ölfus | Haft er á orði að sumarið komi alltaf með árlegri hátíð garðyrkjunema við Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta. Veðrið hefur oft staðið undir þessum orðum og svo var einnig að þessu sinni. Á opnu húsi á Reykjum gátu gestir notið gróðursins í garðskálanum og bananahúsinu, skoðað pottaplöntusafnið, kynnt sér nám við skólann og starfsemi ýmissa fyrirtækja úr græna geiranum og fengið sér kaffi. Við athöfn sem fram fór í garðskálanum var undirritaður samningur landbúnaðarráðuneytisins og Grænni skóga, vegna námskeiða fyrir skógarbændur og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afhenti Garðyrkjuverðlaunin 2007. MYNDATEXTI Garðyrkjuverðlaun 2007 Steinþór Einarsson í Hafnarfirði, Hólmfríður Geirsdóttir í Kvistum og Holger M. Hansen í Hveragerði fengu Garðyrkjuverðlaunin 2007. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afhenti þær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar