Herrahúsið / Karlakór Reykjavíkur

Sverrir Vilhelmsson

Herrahúsið / Karlakór Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Meðlimir Karlakórs Reykjavíkur ætla að skrýðast kjólfötum á vortóneikum sínum þetta árið en kórinn hefur ákveðið að taka upp þann kórbúning eftir rúmlega 30 ára hlé frá slíkum klæðnaði. Einnig ætlar kórinn að rifja upp kynni sín af Gyllta salnum á Hótel Borg en þar voru fræg karlakórsböll haldin á árum áður. Nú hyggst kórinn halda lokahóf sitt þar. "Ástæðan fyrir því að við tökum aftur upp kjólfötin er meðal annars sú að einhverjir voru orðnir leiðir á smalafötunum eins og sumir kalla íslenska karlaþjóðbúninginn, sem hefur verið kórbúningur okkar undanfarin tíu ár. MYNDATEXTI Flottur Sveinn Hjörleifsson, einn af ungu mönnunum í Karlakór Reykjavíkur, mátar kjólfötin sín og nýtur aðstoðar Sverris Bergmann Kaupmanns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar