Gestakokkur hjá Sigga Hall

Gestakokkur hjá Sigga Hall

Kaupa Í körfu

Franska matarmenningin er líklega sá angi franskrar menningar sem hvað flestir komast einhvern tímann í snertingu við. Matar- og víngerð Frakklands hefur kveikt ævilanga ást margra á landi og þjóð og því tilvalið að í tilefni franskra menningardaga skuli hún ekki gleymast heldur þvert á móti vera gert hátt undir höfði með þremur toppmatreiðslumönnum sem hingað koma til að sýna fram á mismunandi hliðar franskrar matargerðar. Í mars var það Jean-Yves Johany matreiðslumeistari veitingastaðarins Cagnard í Provence sem eldaði á Hótel Holti. Þessa dagana er Francis Chauveau, sem einnig kemur frá Provence, að elda Hjá Sigga Halla á Óðinsvéum og dagana tíunda til þrettánda maí mun Guy Lassausaie elda á Hótel Holti en þá lýkur jafnframt frönsku menningardögunum, sem haldnir eru undir yfirskriftinni Pourquoi Pas. MYNDATEXTI Meistarakokkur "Matargerð matreiðslumanna tekur alltaf mið af því sem þeir kunna að meta sjálfir. Í mínu tilviki er það Miðjarðarhafið og ég held að matreiðslu minni sé best lýst sem Miðjarðarhafsblöndu," segir Chauveau

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar