Úlfar Hauksson

Úlfar Hauksson

Kaupa Í körfu

Við teljum okkur lifa í lýðræðislegu samfélagi og hugtakið lýðræði hefur yfir sér jákvætt gildismat. Það er þó mjög flókið og margslungið hugtak og lýðræði hefur mörg birtingarform. Ég held að það sé langt frá því að við séum komin að endimörkum þróunar lýðræðisins. Í sjálfu sér er það ekki mjög rótgróið fyrirbæri, til dæmis í Evrópu. Þar nægir að benda á ríki Austur-Evrópu. Og þegar litið er vestur um haf, til Bandaríkjanna, þá má líka deila um hversu virkt lýðræðið hefur verið þar. MYNDATEXTI: Stór mál - Úlfar Hauksson telur að fólk vilji kjósa um grundvallarmál.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar