Hrafn á hreiðri

Sigurður Ægisson

Hrafn á hreiðri

Kaupa Í körfu

ÓVENJUMARGIR hrafnar eru á sveimi innan borgarlandsins um þessar mundir miðað við árstíma en þar er aðallega um að ræða geldfugl að helga sér svæði. Venjulega eru geldfuglarnir farnir úr bæjum á vorin en þeir safnast gjarnan inn í þéttbýli á haustin og eru þar þangað til á útmánuðum. Þá dreifa þeir sér út á land og koma aftur að hausti. MYNDATEXTI: Stórgerður - Þessi hrafnslaupur er á Akureyri en hrafnshreiður eru oftast stór og mikil að vöxtum og gerð úr kvistum, beinum og jafnvel gaddavír.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar