SLÓVENSKI heimspekingurinn Slavoj Zizek og Sophie Fiennes

Þorvaldur Örn Kristmundsson

SLÓVENSKI heimspekingurinn Slavoj Zizek og Sophie Fiennes

Kaupa Í körfu

Heimildarmyndin Kvikmyndahandbók öfuguggans (The Pervert's Guide to Cinema) fór ekki víða hvað dreifingu í kvikmyndahús varðar, því miður, þar sem rykugur og myrkur bíósalur er einmitt kjörvettvangurinn fyrir áhorf umræddrar kvikmyndar. Leikstjóri myndarinnar er Sophie Fiennes en viðfangsefnið er nokkurs konar myndlýsing eða kvikmyndaskreyttur fyrirlestur slóvenska heimspekingsins Slavoj Žižek þar sem hann varpar ljósi á þær sálfræðilegu flækjur og kynferðislegu óra sem eru að hans mati meginviðfangsefni kvikmynda og að sama skapi megindrifaflið á bak við þennan vinsælasta menningarmiðil okkar tíma MYNDATEXTI Fienes og Zizek Kvikmyndahandbók öfuguggans virkar öðrum þræði sem inngangur að kenningum Zizeks um kvikmyndir en heimspeki hans beinist að miklu leyti að hversdags- og poppkúltúrnum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar