Alþjóðleg umferðaröryggisvika

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Alþjóðleg umferðaröryggisvika

Kaupa Í körfu

ALÞJÓÐLEG umferðaröryggisvika Sameinuðu þjóðanna hófst í gær og var henni hleypt formlega af stokkunum á Íslandi af hálfu Umferðarstofu. Tilgangur umferðaröryggisvikunnar er að fá leiðtoga átta stærstu efnahagsvelda heims og aðildarlanda SÞ til að samþykkja pólitíska stefnumörkun til að uppræta banaslys í heiminum og að varið verði 300 milljónum dollara á 10 árum til eflingar umferðaröryggis í þróunarlöndunum. Einnig að við úthlutun þróunaraðstoðar verði að minnsta kosti 10% af fjármagni þess notuð til að fjármagna aukið umferðaröryggi. MYNDATEXTI: Kostnaðurinn - Á umferðaröryggissýningunni í Forvarnarhúsinu er hugleiðing um geigvænlegar afleiðingar ofsaaksturs, sem geta kostað jafnmikið og einn Porsche. Unga fólkið áttar sig á samhenginu með þessari nálgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar