Úr bæjarlífinu - Blönduós

Morgunblaðið/Jón Sigurðsson

Úr bæjarlífinu - Blönduós

Kaupa Í körfu

Grágæsin hefur lengi sett sterkan svip á bæjarbraginn mörg undangengin ár og er að sjá að gæsirnar verði síst færri í ár en þær voru í fyrra. Mönnum er mishlýtt til þessarar fuglategundar og nefna þar til ýmis rök sem eflaust eiga rétt á sér. Engu að síður gefur gæsin okkur nokkra sérstöðu því mér er til efs að jafn margar grágæsir séu samankomnar í einu bæjarfélagi þegar tekið er tillit til höfðatölureglunnar. Þessi fugl er líka með þeim fyrstu sem koma heim eftir vetursetu á suðlægari slóðum og er því með fyrstu vorboðunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar