Banaslys á Reykjanesbraut

Ragnar Axelsson

Banaslys á Reykjanesbraut

Kaupa Í körfu

BANASLYS varð á Reykjanesbraut við Molduhraun á laugardagskvöld þegar pólskur karlmaður á þrítugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var farþegi í rakst á steypuklump við vegaframkvæmdir á veginum. Með honum í bílnum voru ökumaður og annar farþegi sem slösuðust ekki alvarlega. Slysið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Hafnarfirði og hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Ljóst er að mikilvægt viðvörunarljós við vinnusvæðið logaði ekki þegar slysið varð og voru Vegagerðin og verktakinn á staðnum kölluð á vettvang og lagfæringar gerðar. MYNDATEXTI: Á slysstaðnum - Sjö vegsteinar færðust úr stað við höggið sem varð er bíllinn lenti á þeim, en um er að ræða svokallaða Jersey-steina sem notaðir eru sem vegrið á framkvæmdasvæðum víða á höfuðborgarsvæðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar