ICE CUP mótið í krullu

Skapti Hallgrímsson

ICE CUP mótið í krullu

Kaupa Í körfu

KVENNALIÐ Dana, sem varð í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í krullu á dögunum, verður meðal keppenda á Ice Cup, alþjóðlegu móti sem krulludeild Skautafélags Akureyrar heldur á Akureyri um helgina. Þetta er í fjórða skipti sem mótið er haldið á Akureyri, alls taka 18 lið þátt, þar af fjögur erlend, tólf frá Akureyri og tvö frá Reykjavík. Erlendu liðin koma frá Lettlandi og Bandaríkjunum, auk danska landsliðsins. MYNDATEXTI: ICE CUP- Mótið kynnt; Örn Arnar Óskarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, Ágúst Hilmarsson, krullunefnd ÍSÍ, Ólafur Hreinsson, formaður mótsnefndar, Haraldur Ingólfsson, kynningarfulltrúi, Arinbjörn Þórarinsson, Greifanum og Agnar Árnason, Norðurorku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar