Í skógræktinni við Tumastaði í Fljótshlíð

Í skógræktinni við Tumastaði í Fljótshlíð

Kaupa Í körfu

VÆTUTÍÐIN undanfarið hefur að öllum líkindum lítil sem engin áhrif á skógrækt, þó betra væri fyrir gróðurinn að fá einnig skammt af hlýviðri og sólskini. Skógurinn við Tumastaði í Fljótshlíð, þar sem Skógrækt ríkisins hefur ræktað tré frá árinu 1944, er vel vaknaður til lífsins. Að sögn Theódórs Guðmundssonar verkstjóra laðar svæðið að ferðalanga allt sumarið, enda sé skógurinn þéttur og skjólgóður. Á Tumastöðum er mest ræktað fyrir önnur lönd Skógræktar ríkisins, en áður fyrr var almenningi einnig boðið að kaupa plöntur. "Þetta er gott svæði fyrir sitkagreni," segir Theódór aðspurður hvaða tegundir sé best að rækta í Fljótshlíðinni. Hæstu trén eru um 20 m, aspir og greni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar