Jón Ásgeir Jóhannesson

Brynjar Gauti

Jón Ásgeir Jóhannesson

Kaupa Í körfu

Færri og stærri aðilar munu verða ráðandi í matvöruverslun í heiminum á næstu árum og áherslan á verðlag mun aukast. Tækninýjungar munu stuðla að hagkvæmni í verslunarrekstri, s.s. tækni sem gerir mönnum kleift að afgreiða sig sjálfir og merki sem gerir vöru í verslunum kleift að "tala við" tölvukerfi verslunarinnar og láta það t.d. vita þegar hún er útrunnin. Fólk mun fara oftar í matvöruverslanir og versla minna í einu og krafan um tilbúna rétti mun aukast. Eins má reikna með að banka- og tryggingastarfsemi muni færast í matvöruverslanirnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs Group hf., á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) þar sem hann fjallaði um horfur í verslun á næstu árum. MYNDATEXTI: Breytingar "Við teljum að ýmiss konar þjónusta muni flytjast í verslanirnar eins og t.d. bankastarfsemi og tryggingastarfsemi," sagði Jón Ásgeir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar