Garðabær

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Garðabær

Kaupa Í körfu

ÍBÚAVEFURINN Minn Garðabær vakti mikla athygli á evrópsku ráðstefnunni Eisco 2007 sem haldin var í Finnlandi nú síðla aprílmánaðar. Vefurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2005 og átti sér um tveggja ára aðdraganda. Á ráðstefnunni var fjallað um notkun upplýsingatækni í þjónustu við íbúa sveitarfélaga og voru þar kynntar fjölmargar nýjungar. Vakti vefurinn Minn Garðabær mikil viðbrögð en vefurinn var kynntur í framsöguerindi Guðfinnu Kristjánsdóttur upplýsingarstjóra Garðabæjar. MYNDATEXTI: Rafrænt - Garðabær er ekki stór en stjórnsýslan er háþróuð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar