Jón Atli Jónasson

Jón Atli Jónasson

Kaupa Í körfu

"ÞETTA er verkefni sem ég hef verið að vinna að í smá tíma," segir Jón Atli Jónasson um handrit að kvikmynd sem breskt kvikmyndafyrirtæki, FM&E, ætlar að gera áður en langt um líður. Handritið fjallar um atburði er áttu sér stað í Nígeríu undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, þegar skipulagðar ofsóknir norðanmanna gegn Ibo-ættbálkinum urðu til þess að austurhlutinn sagði skilið við Nígeríu og stofnaði lýðveldið Biafra. Stríð geisaði í Biafra í 30 mánuði og kostaði rúma milljón manna lífið áður en svæðið sameinaðist Nígeríu að nýju. MYNDATEXTI: Harður - "Eitt af þeim skilyrðum sem ég setti fyrir því að ég myndi skrifa þetta var að íslensku flugmennirnir yrðu leiknir af íslenskum leikurum."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar