Höfðatorg

Höfðatorg

Kaupa Í körfu

BYGGINGARFÉLAGIÐ Eykt hf. kynnti í gær skipulag Höfðatorgs í Reykjavík en þar stendur til að reisa blöndu af 7-9 hæða húsum og þremur turnum. Hæsti turninn verður 19 hæðir og alls 70 metrar á hæð. Fjárfestingin nemur alls 30 milljörðum króna og þar til framkvæmdum lýkur árið 2010 munu að jafnaði 200-300 manns vinna að verkefninu. Á kynningarfundi í gær sagði Gunnar Valur Gíslason, forstjóri Eyktar, að með uppbyggingu Höfðatorgs yrði miðborgin stækkuð verulega til austurs og torgið myndi tengja saman miðborgina og Borgartún. MYNDATEXTI: Sést víða að - Skrifstofuturninn verður þriðja hæsta hús landsins og áberandi kennileiti í borgarlandslaginu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar