Nemendur gefa reyklausum vegfarendum pylsur

Nemendur gefa reyklausum vegfarendum pylsur

Kaupa Í körfu

Í TENGSLUM við samkeppni Lýðheilsustöðvar um reyklausan bekk buðu nemendur 7HJ í Ölduselsskóla vegfarendum í verslunarmiðstöðinni í Mjóddinni pylsu og kók í skiptum fyrir minnst fimm sígarettur. Eitthvað urðu þó viðskiptin dræmari en til stóð og brugðu þá nemarnir á það ráð að verðlauna reyklausa gesti Mjóddarinnar með þjóðarréttinum sívinsæla. Gestir og gangandi þáðu veitingarnar með mikilli ánægju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar