Skólaþing

Skólaþing

Kaupa Í körfu

BÚAST má við að þingstörf verði aðeins líflegri með haustinu þegar nemendur efstu bekkja grunnskóla landsins munu sækja þing og stunda þingstörf á hverjum degi. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, kynnti í gær skólaþing í húsakynnum þess í Austurstræti 8–10. Skólaþing er kennsluver Alþingis fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla sem verður opnað í haust. Þar munu nemendur fara í hlutverkaleik og fylgja að mestu leyti þeim starfsháttum sem ríkja á Alþingi. MYNDATEXTI Hönnuðurinn og forsetinn Hafþór Smári Sigþórsson og Sólveig Pétursdóttir við merki Skólaþings.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar