Háskólinn á Akureyri

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Háskólinn á Akureyri

Kaupa Í körfu

HÁSKÓLINN á Akureyri fær á þessu ári 100 milljónir króna til að hefja framkvæmdir við fjórða áfanga byggingarinnar á Sólborg. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti þessa ákvörðun ríkisstjórninnar við athöfn í skólanum í gær. Á sömu samkomu voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar um eflingu menntunar í orkumálum milli forráðamanna Orkuskólans á Akureyri (RES) og þriggja mennta- og rannsóknastofnana; Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR. MYNDATEXTI Guðmundur Heiðar Frímannsson, staðgengill rektors, tekur við leikfangagröfu að gjöf frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar