Háskólinn á Akureyri

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Háskólinn á Akureyri

Kaupa Í körfu

HÁSKÓLINN á Akureyri fær á þessu ári 100 milljónir króna til að hefja framkvæmdir við fjórða áfanga byggingarinnar á Sólborg. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti þessa ákvörðun ríkisstjórninnar við athöfn í skólanum í gær. Á sömu samkomu voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar um eflingu menntunar í orkumálum milli forráðamanna Orkuskólans á Akureyri (RES) og þriggja mennta- og rannsóknastofnana; Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR. MYNDATEXTI Þorgerður Katrín menntamálaráðherra sem vottaði samningana, doktor Björn Gunnarsson f.h. Orkuskólans, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Guðmundur H. Frímannsson og Ingibjörg Kaldal f.h. ISOR.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar