Bernez Tangi

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bernez Tangi

Kaupa Í körfu

ÞAÐ ER Ritlistarhópur Kópavogs sem stendur fyrir hingaðkomu skáldanna, sem eru þau Bernez Tangi, Yann Le Rousic og Gaël Morin. Ólöf Pétursdóttir, þýðandi og rithöfundur, er upphafskona tiltækisins, en hún er með BA-próf í bretónsku og gaf út kverið Dimmir draumar fyrir síðustu jól, þar sem er að finna þýðingar á ljóðum bretónskra skálda. Bretaníuskagi liggur í Norðaustur-Frakklandi og er heimaland Bretóna, keltnesks þjóðflokks, en land þeirra var innlimað í Frakkland fyrir margt löngu. Líkt og með Færeyinga, Baska og aðra minnihlutahópa hefur baráttan fyrir viðhaldi tungumálsins og um leið menningarinnar í Bretaníu verið hörð. Á undanförnum árum hefur þó verið að rofa til en um skeið var tungumálið í útrýmingarhættu. MYNDATEXTI Bretóni Bernez Tangi er þekktastur þeirra félaga; skáld, myndlistar- og jafnframt tónlistarmaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar