Fríða Rún Einarsdóttir Norðurlandameistari í fimleikum

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Fríða Rún Einarsdóttir Norðurlandameistari í fimleikum

Kaupa Í körfu

Barnablaðið skellti sér á fimleikaæfingu í Gerplu um síðustu helgi. Þar hoppa og skoppa krakkar á öllum aldri sem eiga kannski þann draum heitastan að ná eins góðum árangri og viðmælandi okkar, Fríða Rún Einarsdóttir. Fríða Rún lagði leið sína til Kaupmannahafnar um miðjan apríl til að taka þátt í Norðurlandamóti unglinga í áhaldafimleikum og kom heim með sex gullpeninga. Fríða Rún náði þeim einstaka árangri að sigra í fjölþrautinni, sigra á öllum áhöldum og í liðakeppninni. En þess má geta að Íslendingar urðu nú í ár í fyrsta skipti Norðurlandameistarar í áhaldafimleikum í liðakeppni enda með einstakt stúlknalandslið. MYNDATEXTI Hæfileikar Fríða Rún sýnir listir sínar á jafnvægisslánni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar