Bjarni Haukur

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bjarni Haukur

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er gaman að vera á frumsýningu í Iðnó; húsið tekur vel á móti fólki; samsetning gesta er önnur og kom á óvart hve mikið var af ljúfum, brosmildum, kurteisum karlmönnum í yngri kantinum. Kannski var það efniviðurinn sem breytti svo ásjónum manna, kannski eru líka þær breyttu aðstæður sem efniviðurinn er sprottinn úr þegar farnar að setja svip sinn á þjóðlífið. En hvað með það. Í þessu uppistandi, einleik Bjarna Hauks, er rakin saga ungs manns sem ákveður eða ákveður ekki að verða faðir og hvernig hann upplifir meðgöngu konunnar, fæðinguna og fyrstu ár barnsins. Og byrjar þetta allt saman og endar í flugvél. Keðja af kunnuglegum atburðum þar sem ákveðið látbragð eða eitt orð kveikir nýja situasjón. Sagan sem byggir upp ágæta stígandi í gamninu er þó kannski fullöng, ensku sletturnar, vísanirnar of margar í byrjun, og brandarnir allir ekki jafn frumlegir MYNDATEXTI Pabbinn Bjarni Haukur er ágætur uppistandari, heldur vel utan um salinn með sínu alvarlega fasi í heimi sem kemur honum stöðugt á óvart.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar