Haraldur Þorgeirsson

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Haraldur Þorgeirsson

Kaupa Í körfu

MOKFISKIRÍ hefur verið við Þorlákshöfn undanfarna daga. Hvanney SF frá Hornafirði fékk þar um 170 tonn af góðum þorski í netin á aðeins fjórum dögum. "Við komum á miðin við Hafnarnesið klukkan sex að morgni til og lögðum 11 trossur. Við byrjuðum að draga eftir tæpa fjóra tíma og fengum 50 tonn. Svo lögðum við trossurnar allar aftur og drógum daginn eftir. Eftir átta trossur vorum við búnir að fylla bátinn og urðum að draga þrjár trossur seinna um daginn og alls fengum við þá 75 tonn," sagði Þorsteinn Guðmundsson skipstjóri þegar Morgunblaðið náði tali af honum á hafnarvoginni í Þorlákshöfn. MYNDATEXTI: Haraldur Þorgeirsson útgerðarmaður á Hafssvölunni frá Hafnafirði fékk 6 tonn af vænum þorski og var Haraldur sáttur við aflann

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar