Vatnadansmeyjafélagið með blaðamannafund í Óðni

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Vatnadansmeyjafélagið með blaðamannafund í Óðni

Kaupa Í körfu

GYÐJAN í vélinni er heiti á leiksýningu sem frumsýnd verður í varðskipinu Óðni þann 10. maí. Það eru þær Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Katrín Þorkelsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Sigrún Sól Ólafsdóttir sem fara með aðalhlutverkin í sýningunni sem er hluti af listahátíð í Reykjavík. "Þetta er mjög sérstök sýning," segir Árni Grétar Jóhannsson, kynningarstjóri sýningarinnar. "Þessar leikkonur sem saman skipa Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildi voru bekkjarsystur í Leiklistarskólanum og hafa haldið hópinn síðan þá með alls konar uppákomum og þess háttar. Núna ákváðu þær að leiða saman hesta sína í sýningu sem er rosalegur bræðingur því þarna verður steypt saman leiklist, myndlist, tónlist og hinu og þessu," segir Árni Grétar, en Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur var stofnað árið 1991. MYNDATEXTI Gyðjan Í sýningunni er brugðið upp táknmyndum af konunni gegnum árþúsundir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar