Háskóli Íslands bleikur

Háskóli Íslands bleikur

Kaupa Í körfu

BLEIKRI flóðlýsingu er nú varpað á aðalbyggingu Háskóla Íslands og vill skólinn þannig taka á táknrænan hátt þátt í árveknisátaki um brjóstakrabbamein sem fer fram í októbermánuði um heim allan. Fyrr í mánuðinum var sams konar birtu varpað á Höfða, móttökuhús Reykjavíkurborgar, en meðal bygginga úti í hinum stóra heimi sem fá sams konar meðferð eru óperuhúsið í Sydney og Empire State-byggingin í New York.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar