Þrammað úr gömlum Kærabæ í nýjan

Albert Kemp

Þrammað úr gömlum Kærabæ í nýjan

Kaupa Í körfu

Fáskrúðsfjörður | Flutt var inn í nýjan leikskóla á Fáskrúðsfirði sl. föstudagsmorgun. Nafn leikskólans flyst með og heitir hann því áfram Kæribær. Farið var í skrúðgöngu frá gamla skólanum að þeim nýja, en í henni voru auk barnanna á Kærabæ leikskólakennarar og foreldrar, ásamt lögreglu, sem sá um að allt færi tryggilega fram. Gengið var eftir aðalgötu bæjarins þar sem börnin sungu fyrir þá sem fylgdust með göngunni. Gengið var um lóð grunnskólans þar sem börnin voru boðin velkomin af nemendum og kennurum grunnskólans en byggingarnar eru sambyggðar. Íbúar Uppsala, dvalarheimilis aldraðra, fylgdust með hópnum þegar að skólanum var komið. Forstöðukonu skólans, Hrafnhildi Unu Guðjónsdóttur, var færður blómvöndur frá foreldrafélagi Kærabæjar. Aðstaðan á nýja skólanum er glæsileg og glöddust börnin, kennarar þeirra og aðstandendur mjög yfir þessu framfaraspori í leikskólamálum staðarins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar