Sundlaugar

Reynir Sveinsson

Sundlaugar

Kaupa Í körfu

Ekki er lengur synt í sundlauginni í Sandgerði. Síðastliðinn laugardagur var síðasti dagur sem laugin var opin almenningi. Það voru 6 ára börn á sundnámskeiði sem voru síðustu notendur laugarinnar. Lionsklúbbur Sandgerðis stóð fyrir því að sundlaugin var byggð á sínum tíma. Frá því að sundlaugin var tekin í notkun hefur sundkennsla farið þar fram en á fyrri hluta síðustu aldar fór hún fram í sjónum við Miðnesfjöruna og síðar í stóru sjókeri við Sandgerðisvitann. MYNDATEXTI Börn á sundnámskeiði voru síðustu gestir laugarinnar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar