Æfing á leikritinu Bingó

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Æfing á leikritinu Bingó

Kaupa Í körfu

ÞAÐ á að breyta þessu húsi í bæjarskrifstofur," segir Sigurður H. Pálsson, formaður leikfélagsins Hugleiks sem stendur að leiksýningunni Bingó ásamt Leikfélagi Kópavogs, en síðustu sýningar á verkinu verða í kvöld og annað kvöld, mun fyrr en upphaflega stóð til. Ástæðan er sú að á fimmtudaginn verður Hjáleigan rifin, sá hluti Félagsheimilis Kópavogs sem verkið er sett upp í. "Við höfðum mjög óljósar hugmyndir um hvenær þetta kæmi til framkvæmdar," segir Sigurður, en til stóð að sýna fram yfir miðjan maí. "Þetta þýðir að við þurfum að fækka sýningum. MYNDATEXTI: Bingó - Þetta er sérstaklega slæmt fyrir fólkið sem hefur verið að vinna að þessari sýningu síðan fyrir áramót, að fá þessar fréttir tveimur vikum eftir frumsýningu," segir Sigurður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar