MR sigurvegarar í Gettu betur

Þorvaldur Örn Kristmundsson

MR sigurvegarar í Gettu betur

Kaupa Í körfu

ÞAð VAR vitneskjan um hver málaði Fæðingu Venusar sem tryggði liði Menntaskólans í Reykjavík sigur í Gettu betur í gærkvöldi en liðið atti kappi við lið Menntaskólans í Kópavogi. Keppnin var afar spennandi og henni lauk í bráðabana. Liðin skiptust á að leiða keppnina. MR hafði fleiri stig að loknum hraðaspurningum en MK sótti á og hafði yfirhöndina mestan hluta bjölluspurninganna. Fjórum stigum munaði þegar tvær vísbendingaspurningar voru eftir og náði MR að jafna metin með fyrrgreindum afleiðingum. Hilmar Þorsteinsson er fyrirliði liðs MR og hann gerði nokkurra mínútna hlé á fagnaðarlátunum þegar blaðamaður hafði samband við hann. "Þetta er ótrúlegt!" sagði Hilmar, en bætti við að hann hefði haft trú á sínu liði allan leikinn. "Við vissum allan tímann að við gætum þetta, sama hvernig stigin stóðu." Galdurinn segir Hilmar einfaldlega vera mikla vinnu. "Við erum búnir að vinna, vinna og vinna að þessu markvisst í tvö ár og erum loksins að uppskera eins og við sáðum." Auk Hilmars skipa lið MR þeir Magnús Þorlákur Lúðvíksson og Björn Reynir Halldórsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar